Fótbolti

Er þetta versti markvörður í heimi?

Frammistaða ísrealska markvarðarins Idan Baruch, sem spilar með rúmenska liðinu Concordia Chijana, í leik á dögunum hefur vakið heimsathygli enda gaf Baruch þrjú mörk í einum hálfleik á ótrúlegan hátt.

Baruch var augljóslega einstaklega illa fyrirkallaður þegar lið hans lék gegn Visalani því það lak allt í gegnum markmannshanskana hans.

Niðurlæging markvarðarins var síðan fullkomnuð í hálfleik er hann var einfaldlega tekinn af velli og hafa heyrst raddir um að það eigi að senda hann í lyfjapróf. Þessi frammistaða sé allt annað en eðlileg.

Chijana tapaði leiknum 4-0 og sjá má mörkin þrjú sem Baruch gaf í myndbandinu hérna að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×