Enski boltinn

Eggert Gunnþór og félagar geta búist við öllu á bílastæðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik á móti Liverpool.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik á móti Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Wolves hafa fengið ráðleggingar varðandi öryggi sitt í kjölfar þess að reiðir stuðningsmenn félagsins réðust á miðjumanninn Jamie O'Hara á bílastæði Molineux-leikvangsins eftir tapið á móti Blackburn á dögunum.

Wolves hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr eins og er í fallsæti í deildinni. Eggert Gunnþór gekk til liðs við Úlfana fyrir tímabilið en hefur ekki spilað með aðalliðinu síðan í 3-0 tapi á móti Liverpool í lok janúar.

„Það er algjörlega óásættanlegt fyrir leikmenn að verða fyrir svona svívirðingum á leið sinn að bílum sínum. Ef þetta gerist aftur um helgina þá munum við ráðleggja okkar leikmönnum að nota ekki aðalinnganginn lengur," sagði Terry Connor sem tók við stjórastöðu liðsins þegar Mick McCarthy var rekinn í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×