Íslenski boltinn

Blikar unnu Fótbolta.net mótið | Guðmundur Kristjáns með sigurmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. Mynd/Daníel
Breiðablik vann 3-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Kórnum í kvöld en það þurfti að endurtaka leikinn þar sem rafmagn fór af Kórahverfinu í Kópavogi þegar 20 mínútur voru eftir af fyrri leiknum fyrir tíu dögum.

Það var landsliðsmaðurinn Guðmundur Kristjánsson sem tryggði Blikum sigurinn í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á 66. mínútu með skoti fyrir utan teig eftir stutta aukaspyrnu Jökuls Elísabetarsonar.

Andri Rafn Yeoman og Stefán Pálsson komu Blikum í 2-0 en Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem spilaði sem framherji í leiknum, jafnaði metin fyrir Stjörnuna með tveimur mörkum með aðeins fjögurra mínútna millibili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×