Enski boltinn

Ferguson: Scholes er okkar Xavi

Paul Scholes er í miklu uppáhaldi hjá stjóranum sínum, Sir Alex Ferguson, sem segir að Scholes sé Xavi þeirra United-manna.

"Barcelona talar um Xavi eins og við tölum um Scholes," sagði Ferguson og útskýrði einnig af hverju Scholes lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

"Ég sagði honum að hann gæti spilað 25-30 leiki á tímabili. Honum fannst það ekki vera nóg. Hann vildi frekar hætta og ég bar virðingu fyrir þeirri ákvörðun. Ég var aftur á móti himinlifandi þegar hann ákvað að koma aftur. Ég sá ekkert neikvætt við það."

Scholes er orðinn 37 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×