Enski boltinn

Petit: Wenger þarf að hreinsa út hjá Arsenal

Wenger og Petit.
Wenger og Petit.
Emmanuel Petit, fyrrum miðjumaður Arsenal, er á því að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þurfi að hreinsa hraustlega úr leikmannahópi félagsins ef hann ætli sér að vinna til verðlauna á nýjan leik.

Petit lék með Arsenal til þriggja ára á sínum tíma og var einnig lykilmaður í franska landsliðinu sem vann HM árið 1998.

"Við eigum ekki að hika við að ræða vandamálið. Það þarf að skoða málin með ákveðna leikmenn nú þegar," sagði Petit.

"Ákveðnir ungir leikmenn hafa ekki gert nóg til þess að réttlæta það traust sem Wenger sýnir þeim. Walcott stendur til að mynda í stað og hefur gert í mörg ár.

"Ég hélt síðan að það væri tvíburabróðir Ramsey að spila leikinn gegn Milan. Það var voða lítið að gerast," sagði Petit harður og bætti við.

"Það þarf að senda sterk skilaboð. Wenger þarf að segja við Arshavin og Rosicky: Herramenn, takk fyrir en bless og það sem allra fyrst. Það þarf fimm til sex alvöru leikmenn í þetta lið. Menn með reynslu sem hafa sannað sig. Leikmenn á aldrinum 27-30 ára."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×