Brotttreknir íbúar Bakú fá 230 þúsund fyrir fermetrann 9. febrúar 2012 09:37 Bakú-höllin. Íbúðaeigendur, sem hefur verið gert að rýma húnæði sitt vegna byggingar tónleikarhallar í Bakú í Azerbaijan fyrir Eurovision söngvakeppnina, fá greiddar 230 þúsund krónur á fermetrann samkvæmt fréttavef BBC. Það er álíka og fermetraverðið er í góðum hverfum í Reykjavík. Engu að síður er það helmingi lægra en gengur og gerist á þessu svæði í Bakú samkvæmt frétt BBC. Í þessum íbúðum hafi búið vel stætt fólk, eða fólk sem er tilbúið til þess að greiða hátt verð fyrir að búa í miðborginni, þar sem höllin er risin, segir BBC. Ríkið hefur tekið húsnæði eignarnámi og greitt bæturnar. Um 300 fjölskyldur hafa yfirgefið heimili sín og þau tekin eignanámi svo hægt sé að reisa tónleikahöllina. Það sem gerist nú er reyndar ekkert nýtt. Stjórnvöld í Azerbaijan hafa notað olíuauðinn til þess að nútímavæða borgina, og hafa í leiðinni brotið ítrekað á eignarrétti íbúa í landinu. Meðal annars eru til dæmi um að fjölskylda sé rekin út um miðja nótt. Þau handtekin og yfirheyrð. Á sama tíma eru allar eigu hreinsaðar út úr húsinu og það svo rifið niður. Það átti sér stað fyrir tveimur árum síðan í Bakú. Fréttastofa BBC segir í grein sinni að fréttamaður þeirra hafi ítrekað reynt að hafa samband við talsmann stjórnarinnar, Gulu Ogtay Halilov, sem reyndist aldrei viðlátinn til þess að tjá sig um málið. Þegar fréttamenn hringdu svo í borgarmálayfirvöld var alltaf skellt á þá um leið og fréttamennirnir báru upp erindi sín. Tónlistarmaðurinn Páll Óskar hvetur til þess að Ísland dragi sig úr keppninni til þess að mótmæla mannréttindabrotum í Bakú. Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri, benti þá á að hugsanlega væri það betur til þess fallið að fara til Bakú svo kastljós fjölmiðla beindist frekar að mannréttindabrotum stjórnvalda. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvort Íslendingar taka þátt, en sjónvarpsstjórar Norðurlanda munu funda um málið í lok mánaðarins. Tengdar fréttir Stebbi Hilmars vill sönglagakeppni fyrir Norðurlöndin "Ég hef lengi verið á því að það væri fín hugmynd að halda samnorræna sönglagakeppni, hafa Færeyjar líka með, 2-3 lög frá hverju landi, jafnvel fleiri. Eurovision er orðið of mikið monster," segir Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. 8. febrúar 2012 21:37 Sviðið stækkað fyrir Eurovision Á annað hundrað manns koma nálægt úrslitum Eurovision á einn eða annan hátt í Eldborgarsal Hörpunnar næsta laugardag. 7. febrúar 2012 09:45 Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision. 8. febrúar 2012 14:28 Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár "Mín afstaða er mjög skýr: Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár til að mótmæla framferði borgaryfirvalda í Aserbaidsjan gagnvart þegnum sínum. Þetta er skýrt og klárt mannréttindabrot,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í forsíðuviðtali Lífsins, fylgiblaði Fréttablaðsins á morgun, föstudag. "Ég upplifi mig alls ekki einan hvað þetta mál varðar. Ég hef ekki fundið einn gallharðan Eurovisionaðdáanda sem er ekki sammála mér.“ Páll Óskar heldur engu aftur þegar kemur að Eurovision, ástinni eða forsetaframboði. 9. febrúar 2012 07:15 Enginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr undankeppni Eurovision „Ekki meiri meðvirkni – við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vikunni. 9. febrúar 2012 09:30 Óvíst að Aserum sé greiði gerður ef Íslendingar sitja heima Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að hætta við þátttöku í Eurovision í Aserbaijan, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Nafni hans, Páll Óskar Hjálmtýsson, hefur sagt opinberlega að hann vilji að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna mannréttindabrota í landinu. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í Bakú, höfuðborg landsins, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. 8. febrúar 2012 17:00 Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision "Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. 7. febrúar 2012 23:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Íbúðaeigendur, sem hefur verið gert að rýma húnæði sitt vegna byggingar tónleikarhallar í Bakú í Azerbaijan fyrir Eurovision söngvakeppnina, fá greiddar 230 þúsund krónur á fermetrann samkvæmt fréttavef BBC. Það er álíka og fermetraverðið er í góðum hverfum í Reykjavík. Engu að síður er það helmingi lægra en gengur og gerist á þessu svæði í Bakú samkvæmt frétt BBC. Í þessum íbúðum hafi búið vel stætt fólk, eða fólk sem er tilbúið til þess að greiða hátt verð fyrir að búa í miðborginni, þar sem höllin er risin, segir BBC. Ríkið hefur tekið húsnæði eignarnámi og greitt bæturnar. Um 300 fjölskyldur hafa yfirgefið heimili sín og þau tekin eignanámi svo hægt sé að reisa tónleikahöllina. Það sem gerist nú er reyndar ekkert nýtt. Stjórnvöld í Azerbaijan hafa notað olíuauðinn til þess að nútímavæða borgina, og hafa í leiðinni brotið ítrekað á eignarrétti íbúa í landinu. Meðal annars eru til dæmi um að fjölskylda sé rekin út um miðja nótt. Þau handtekin og yfirheyrð. Á sama tíma eru allar eigu hreinsaðar út úr húsinu og það svo rifið niður. Það átti sér stað fyrir tveimur árum síðan í Bakú. Fréttastofa BBC segir í grein sinni að fréttamaður þeirra hafi ítrekað reynt að hafa samband við talsmann stjórnarinnar, Gulu Ogtay Halilov, sem reyndist aldrei viðlátinn til þess að tjá sig um málið. Þegar fréttamenn hringdu svo í borgarmálayfirvöld var alltaf skellt á þá um leið og fréttamennirnir báru upp erindi sín. Tónlistarmaðurinn Páll Óskar hvetur til þess að Ísland dragi sig úr keppninni til þess að mótmæla mannréttindabrotum í Bakú. Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri, benti þá á að hugsanlega væri það betur til þess fallið að fara til Bakú svo kastljós fjölmiðla beindist frekar að mannréttindabrotum stjórnvalda. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvort Íslendingar taka þátt, en sjónvarpsstjórar Norðurlanda munu funda um málið í lok mánaðarins.
Tengdar fréttir Stebbi Hilmars vill sönglagakeppni fyrir Norðurlöndin "Ég hef lengi verið á því að það væri fín hugmynd að halda samnorræna sönglagakeppni, hafa Færeyjar líka með, 2-3 lög frá hverju landi, jafnvel fleiri. Eurovision er orðið of mikið monster," segir Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. 8. febrúar 2012 21:37 Sviðið stækkað fyrir Eurovision Á annað hundrað manns koma nálægt úrslitum Eurovision á einn eða annan hátt í Eldborgarsal Hörpunnar næsta laugardag. 7. febrúar 2012 09:45 Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision. 8. febrúar 2012 14:28 Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár "Mín afstaða er mjög skýr: Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár til að mótmæla framferði borgaryfirvalda í Aserbaidsjan gagnvart þegnum sínum. Þetta er skýrt og klárt mannréttindabrot,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í forsíðuviðtali Lífsins, fylgiblaði Fréttablaðsins á morgun, föstudag. "Ég upplifi mig alls ekki einan hvað þetta mál varðar. Ég hef ekki fundið einn gallharðan Eurovisionaðdáanda sem er ekki sammála mér.“ Páll Óskar heldur engu aftur þegar kemur að Eurovision, ástinni eða forsetaframboði. 9. febrúar 2012 07:15 Enginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr undankeppni Eurovision „Ekki meiri meðvirkni – við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vikunni. 9. febrúar 2012 09:30 Óvíst að Aserum sé greiði gerður ef Íslendingar sitja heima Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að hætta við þátttöku í Eurovision í Aserbaijan, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Nafni hans, Páll Óskar Hjálmtýsson, hefur sagt opinberlega að hann vilji að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna mannréttindabrota í landinu. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í Bakú, höfuðborg landsins, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. 8. febrúar 2012 17:00 Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision "Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. 7. febrúar 2012 23:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Stebbi Hilmars vill sönglagakeppni fyrir Norðurlöndin "Ég hef lengi verið á því að það væri fín hugmynd að halda samnorræna sönglagakeppni, hafa Færeyjar líka með, 2-3 lög frá hverju landi, jafnvel fleiri. Eurovision er orðið of mikið monster," segir Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. 8. febrúar 2012 21:37
Sviðið stækkað fyrir Eurovision Á annað hundrað manns koma nálægt úrslitum Eurovision á einn eða annan hátt í Eldborgarsal Hörpunnar næsta laugardag. 7. febrúar 2012 09:45
Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision. 8. febrúar 2012 14:28
Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár "Mín afstaða er mjög skýr: Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár til að mótmæla framferði borgaryfirvalda í Aserbaidsjan gagnvart þegnum sínum. Þetta er skýrt og klárt mannréttindabrot,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í forsíðuviðtali Lífsins, fylgiblaði Fréttablaðsins á morgun, föstudag. "Ég upplifi mig alls ekki einan hvað þetta mál varðar. Ég hef ekki fundið einn gallharðan Eurovisionaðdáanda sem er ekki sammála mér.“ Páll Óskar heldur engu aftur þegar kemur að Eurovision, ástinni eða forsetaframboði. 9. febrúar 2012 07:15
Enginn hefur ákveðið að draga lag sitt úr undankeppni Eurovision „Ekki meiri meðvirkni – við verðum að setja mörk þegar mannréttindi eru brotin, halda eigin sjálfsvirðingu og sýna fórnarlömbunum samhug í verki,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í pistli sem hann birti á Facebook í vikunni. 9. febrúar 2012 09:30
Óvíst að Aserum sé greiði gerður ef Íslendingar sitja heima Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að hætta við þátttöku í Eurovision í Aserbaijan, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Nafni hans, Páll Óskar Hjálmtýsson, hefur sagt opinberlega að hann vilji að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna mannréttindabrota í landinu. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í Bakú, höfuðborg landsins, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. 8. febrúar 2012 17:00
Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision "Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. 7. febrúar 2012 23:20