Innlent

Árni Páll vill greiða atkvæði um tillögu Bjarna

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að tillaga Bjarna Benediktssonar um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, verði sett á dagskrá og hún afgreidd með atkvæðagreiðslu.

Hann segir það miklar efasemdir um málið að það þurfi að ræða efnislega. Án þess þó að hann taki afstöðu til þess hvort ákæra eigi Geir eða ekki. Hann tekur því undir afstöðu Atla Gíslasonar, sem sagði fyrr í dag að hann vildi málið yrði tekið fyrir og rætt á Alþingi. Hann sagði að auki að upphaflega atkvæðagreiðslan um málið hefði verið mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×