Innlent

Herjólfur siglir samkvæmt áætlun

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur siglir samkvæmt áætlun í dag og leggur úr höfn í Þorlákshöfn klukkan kortér fyrir tólf. Ferjan fer þrátt fyrir að ófært sé til Þorlákshafnar um Hellisheiði og og Þrengsli.

„Samkvæmt fréttum frá Vegagerðinni er óvíst hvenær hægt verður að opna Þrengslaveg," segir í tilkynningu frá rekstraraðila skipsins. „Þar sem mikið er bókað í seinni ferð dagsins mun Herjólfur sigla skv. áætlun frá Þorlákshöfn kl 11:45 og aftur frá Eyjum 15:30."

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×