Nemendur Listaháskólans að baki H&M gjörningnum

Í einu námskeiði sem er kennt eftir áramót á öðru ári í skólanum er nemendum úr öllum deildum skólans blandað saman og taka þeir fyrir ákveðin málefni. „Markmiðið er það að þau kynnist og ræði innbyrðis og taki á einhverjum málefni sem þeim finnst áhugaverð og spennandi," segir Hjálmar í samtali við Vísi. Markmið eins hópsins var að finna hvað það væri sem færði hamingju í líf fólks. Augljóst er á viðbrögðum fólks að H&M færir fólki hamingju. „Þeim fannst bara virkilega áhugavert að vekja athygli á því hvað getur gert fólk hamingjusamt. Það veitir ekki af í þessu svartnætti," segir Hjálmar. Hann útilokar ekki að von sé á fleiri gjörningum af þessu tagi enda sé þetta gert í góðum anda.
Það voru þó ekki allir jafn hrifnir af gjörningi þessara upprennandi listamanna. Eftir að frétt Vísis um boðaða opnun H&M verslunar á Íslandi birtist fékk ritstjórnin símtal þar sem kvartað var undan birtingu fréttarinnar og sagt að hún gæti haft verðmyndandi áhrif á bréf í Högum, sem er skráð í Kauphöll Íslands.
Tengdar fréttir

Boða opnun H&M á Íslandi
Svo virðist vera sem búið sé að ákveða að opna H&M verslanir á Íslandi. Í það minnsta hafði sjónarvottur samband við fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þegar að hann sá nú í kvöld að á Laugavegi, þar sem verslunin 17 var áður, er búið að hengja upp skilti þar sem opnun verslunarinnar er boðuð.

Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi
Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna.

H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð
Svo virðist sem H&M draumur Íslendinga rætist ekki í bráð. Eins og Vísir greindi frá í nótt var búið að birta auglýsingaskilti á glugga á Laugavegi, þar sem verslunin Sautján stóð áður, en á rúðunni stóð að til stæði að opna H&M verslun á Íslandi. "Þetta eru gjörningamenn sem eru búnir að festa McDonalds merki á einum stað og H&M á öðrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Upplýsingadeild H&M í Svíþjóð staðfestir líka í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að engar fyrirætlanir séu um að opna verslun á Íslandi. Búið var að fjarlægja merkið úr glugganum þegar fréttastofu bar þar að garði í morgun.