Enski boltinn

Scholes bætti félagsmet Bryan Robson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes skiptir við Ryan Giggs í dag.
Paul Scholes skiptir við Ryan Giggs í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paul Scholes bætti félagsmet Bryan Robson með því að skora eitt marka Manchester United í 3-0 sigri á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Scholes skoraði fyrsta mark leiksins í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu síðan að hann tók skóna af hillunni.

Paul Scholes er 37 ára og 59 daga gamall í dag og varð þar með elsti enski markaskorari Manchester United frá upphafi en hann bætti þar með met Bryan Robson. Robson var 36 ára og 216 daga þegar hann skoraði sitt síðasta mark fyrir United.

Paul Scholes hefur þar með skorað á öllum 18 tímabilum sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur alls skorað 103 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins einn leikmaður hefur skorað á fleiri tímabilum í ensku úrvalsdeildinni en Scholes en það er liðsfélagi hans Ryan Giggs (20 tímabil). Giggs er eldri en Scholes en hann er velskur en ekki enskur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×