Erlent

Dansandi augnabrúnir slá í gegn

Mynd/youtube
Myndband af stúlku sem hreyfir á sér augnabrúnirnar í takt við tónlist hefur vakið gífurlega lukku á youtube. Myndbandið var sett inn 29. desember síðastliðinn. Á þremur dögum hafa tæpar átta milljónir manna skoðað það.

Stelpan er 13 ára og kemur frá Sydney í Ástralíu. Hún hefur aðdáunarverða stjórn á andlitsvöðvum sínum.

Myndbandið kallast the girl with the funny talent, eða stúlkan með grínlegu hæfileikana. Það má skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×