Erlent

Fann nagdýrahræ í Mountain Dew gosdós

Talsmenn Mountain Dew segja að ásakanir mannsins vera fjarstæðukenndar.
Talsmenn Mountain Dew segja að ásakanir mannsins vera fjarstæðukenndar. myndf/AFP
Maður í Illinois í Bandaríkjunum hefur kært gosdrykkjaframleiðandann Pepsi eftir að hann fann nagdýrahræ í dós af Mountain Dew.

Viðbrögð Pepsi í málinu hafa vakið talsverða athygli. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kemur fram að ásakanir mannsins standist ekki rök, einfaldlega vegna þess að gosdrykkurinn hefði leyst hræið upp. Þannig hafi það verið ómögulegt fyrir manninn að segja til um hvort að mús hafi verið í drykknum.

Ronald Ball frá Illinois segir að hann hafi orðið afar veikur eftir að hann drakk úr gosdósinni. Eftir mikil uppköst hellti hann innihaldi dósarinnar í pappaglas og í ljós kom að mús var í dósinni.

Ball tilkynnti atvikið til Pepsi og segir hann að starfsmenn fyrirtækisins hafi heimsótt hann og rannsakað músina. Hann sakar síðan starfsmennina um að hafa rænt hræinu og neitað að skila því og þannig gert nánari rannsóknir ómögulegar.

Pepsi fer fram á frávísun í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×