Innlent

Humar innkallaður

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað blandaðan humar frá Humarsölunni ehf vegna að ofnæmis- og óþolsvaldurinn súlfít er ekki merktur á umbúðum vörunnar. Í tilkynningu segir að varan sé skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir súlfíti.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir súlfíti eru beðnir um að skila henni til Humarsölunnar ehf., sem er til húsa að Básvegi 1, Reykjanesbæ.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Humarsölunnar ehf. í síma 867 6677.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×