Ósáttir eigendur Kalda: Risarnir tveir einoka markaðinn Boði Logason skrifar 29. mars 2012 10:50 Hjónin Ólafur Þröstur Ólafsson og Agnes Sigurðardóttir eru eigendur Kalda-verksmiðjunnar. mynd/Pjetur „Þetta er leiðinlegt, því þetta var orðið mjög vinsælt," segir Agnes Sigurðardóttir, eigandi Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú ekki lengur keypt sér Kalda á krana á pöbbarölti um miðbæinn því eini barinn sem seldi bjórinn er nú hættur að selja hann. Risarnir tveir einoka markaðinn, segir eigandi Kalda. Íslenski barinn við Austurvöll var eini barinn á höfuðborgarsvæðinu sem seldi Kalda bjórinn á krana en fyrir tveimur vikum var skipt um eigendur. „Og þeir sjá sér ekki fært um að vera með Kalda á krana. Það er mjög sorglegt fyrir Kalda-aðdáendur á Reykjavíkursvæðinu sem er stór hópur," segir Agnes í samtali við fréttastofu. Hún segir markaðinn fyrir kranabjóra í Reykjavík og á Akureyri erfiðan. „Það er mjög erfitt fyrir þessar litlu bruggverksmiðjur, eins og Kalda, að komast á krana í Reykjavík. Það er bara hreinlega ekki hægt, því það eru tveir risar sem einoka markaðinn algjörlega. Og það er eins á Akureyri. Við komumst hvergi á krana. Við vorum að selja svona 10 kúta á viku til Reykjavíkur og vorum búin að gera í rúmlega eitt ár." Agnes segir að það sé leiðinlegt að geta ekki sinnt sínum kúnnahóp því hann hafi stækkað mikið á síðustu árum. Nú sé Kaldi kominn með 20% hlutdeild í flöskubjór í verslunum ÁTVR. „Þetta eru bara ömurlegir viðskiptahættir. Ég held að bareigendum sé bara stillt upp við vegg, og hafi ekki kjarkinn eða getuna til að stíga upp á móti risunum. Það er náttúrulega ömurlegt samkeppnislega séð að fólk geti ekki haft val." Agnes óskar eftir bareigendum sem eru tilbúinir að selja Kalda bjór á krana. „Já, maður eiginlega neyðist til þess að óska eftir bareigendum sem eru tilbúnir að selja bjórinn á krana. Því við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá Reykvíkingum. Sá sem átti Íslenska barinn áður var sá fyrsti á landinu sem hafði kjarkinn til að taka slaginn," segir hún. Garðar Kjartansson er eigandi Íslenska barsins en hann segir í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því að kranabjórinn hafi verið tekinn úr sölu, snúist um hver bjóði bestu kjörin. „Þetta er bara spurning um verð og samkeppni. Við erum með margar tegundir af íslenskum bjórum, og munum halda áfram að selja Kalda í flöskum," segir Garðar. Ekki náðist í forsvarsmenn Vífilfells og Ölgerðarinnar við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Þetta er leiðinlegt, því þetta var orðið mjög vinsælt," segir Agnes Sigurðardóttir, eigandi Bruggverksmiðjunnar sem framleiðir bjórinn Kalda. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú ekki lengur keypt sér Kalda á krana á pöbbarölti um miðbæinn því eini barinn sem seldi bjórinn er nú hættur að selja hann. Risarnir tveir einoka markaðinn, segir eigandi Kalda. Íslenski barinn við Austurvöll var eini barinn á höfuðborgarsvæðinu sem seldi Kalda bjórinn á krana en fyrir tveimur vikum var skipt um eigendur. „Og þeir sjá sér ekki fært um að vera með Kalda á krana. Það er mjög sorglegt fyrir Kalda-aðdáendur á Reykjavíkursvæðinu sem er stór hópur," segir Agnes í samtali við fréttastofu. Hún segir markaðinn fyrir kranabjóra í Reykjavík og á Akureyri erfiðan. „Það er mjög erfitt fyrir þessar litlu bruggverksmiðjur, eins og Kalda, að komast á krana í Reykjavík. Það er bara hreinlega ekki hægt, því það eru tveir risar sem einoka markaðinn algjörlega. Og það er eins á Akureyri. Við komumst hvergi á krana. Við vorum að selja svona 10 kúta á viku til Reykjavíkur og vorum búin að gera í rúmlega eitt ár." Agnes segir að það sé leiðinlegt að geta ekki sinnt sínum kúnnahóp því hann hafi stækkað mikið á síðustu árum. Nú sé Kaldi kominn með 20% hlutdeild í flöskubjór í verslunum ÁTVR. „Þetta eru bara ömurlegir viðskiptahættir. Ég held að bareigendum sé bara stillt upp við vegg, og hafi ekki kjarkinn eða getuna til að stíga upp á móti risunum. Það er náttúrulega ömurlegt samkeppnislega séð að fólk geti ekki haft val." Agnes óskar eftir bareigendum sem eru tilbúinir að selja Kalda bjór á krana. „Já, maður eiginlega neyðist til þess að óska eftir bareigendum sem eru tilbúnir að selja bjórinn á krana. Því við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá Reykvíkingum. Sá sem átti Íslenska barinn áður var sá fyrsti á landinu sem hafði kjarkinn til að taka slaginn," segir hún. Garðar Kjartansson er eigandi Íslenska barsins en hann segir í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir því að kranabjórinn hafi verið tekinn úr sölu, snúist um hver bjóði bestu kjörin. „Þetta er bara spurning um verð og samkeppni. Við erum með margar tegundir af íslenskum bjórum, og munum halda áfram að selja Kalda í flöskum," segir Garðar. Ekki náðist í forsvarsmenn Vífilfells og Ölgerðarinnar við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira