Íslenski boltinn

Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skúli Jón Friðgeirsson, lengst til vinstri, fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum með KR síðasta haust.
Skúli Jón Friðgeirsson, lengst til vinstri, fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum með KR síðasta haust. Mynd/Daníel
Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

„Ég mun ekki semja við Sogndal og það er endanlegt. Það var margt fínt hjá þessu félagi, flott aðstaða og þjálfarinn var spenntur fyrir því að fá mig. Þetta er lítið félag og það gekk hægt að semja

en það sem gerðist í rauninni var að það kom annað lið inn í dæmið," sagði Skúli Jón í samtali við Vísi.

„Ég get samt ekkert farið nánar út í það eins og staðan er núna. Ég reikna með að það mál verði klárað á morgun," sagði Skúli Jón.

„Það er að verða nokkuð ljóst að ég spila ekki með KR í sumar. Ég hef fengið þau svör að þetta sé allt klappað og klárt gegnvart KR og það á bara eftir að ganga frá þessu," sagði Skúli.

„Það er menn hérna sem þvertaka fyrir það að blaðra um það hvaða félag þetta er á meðan þetta er ekki endanlega komið í gegn. Ég get því miður ekkert sagt þér meira," sagði Skúli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×