Innlent

Þóra með átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar

Þóra Arnórsdóttir nýtur mests stuðnings hjá þeim sem tóku þátt í könnun Vísis á fylgi þeirra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Könnunin stóð frá föstudegi og fram á mánudag og var þáttakan gríðarlega góð.

Tæplega átta þúsund manns tóku þátt og fékk Þóra 43 prósent atkvæða en Ólafur Ragnar Grímsson forseti nýtur stuðnings 35 prósenta. Ari Trausti Guðmundsson fær 14 prósent atkvæða og Herdís Þorgeirsdóttir fimm prósent. Ástþór Magnússon fær tvö prósent og fylgi þeirra Jóns Lárussonar og Hannesar Bjarnasonar er vart mælanlegt.

Það munar því átta prósentustigum á fylgi Þóru og Ólafs. Þá vekur athygli árangur Ara Trausta en hann lýsti yfir framboði í síðustu viku, daginn áður en könnunin hófst.

Alls voru 7874 atkvæði greidd í könnuninni og röðuðust þau þannig:

Ari Trausti Guðmundsson1145 atkvæði

15%
Ástþór Magnússon148 atkvæði

2%
Hannes Bjarnason32 atkvæði<1%
Herdís Þorgeirsdóttir354 atkvæði

5%
Jón Lárusson38 atkvæði<1%
Ólafur Ragnar Grímsson2755 atkvæði

35%
Þóra Arnórsdóttir3400 atkvæði

43%


Aðeins eitt atkvæði var tekið gilt frá hverri IP-tölu.

Á það ber að benda að könnun Vísis samræmist ekki viðurkenndri aðferðarfræði við gerð skoðannakannana þar sem úrtakið er valið með viðurkenndum aðferðum sem ganga út á að endurspegla þýðið á sem nákvæmastan hátt. Könnunin endurspeglar því aðeins skoðanir lesenda Vísis sem ákváðu að taka þátt í henni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.