Skiptir máli að kona verði næsti biskup 24. mars 2012 12:05 Agnes Sigurðardóttir var ein af tveimur efstu í kjörinu í gær. Það skiptir máli að kona verði næsti biskup Íslands bæði vegna ásýndar kirkjunnar og jafnréttisstefnu. Þetta segir Agnes Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík sem hlaut flest atkvæði í fyrri umferð biskuskjörsins í gær. Tilkynnt var um úrslit í fyrri umferð biskupskjörsins í gær. Átta voru í framboði. Agnes Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík hlaut flest atkvæði eða tæp 28% og Sigurður Árni Þórðarson prestur í Neskirkju næst flest atkvæði eða um 25%. Þar sem enginn hlaut meira en 50% atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu það er þeirra Agnesar og Sigurðar Árna. Sú kosning hefst í byrjun apríl og eiga úrslit að liggja fyrir 21. apríl. Agnest segist ekki hafa vitað hverju hún átti von á fyrir kjörið. „Ég hef fundið fyrir miklu stuðningi en ég reyndar átti ekki von á svona miklum stuðningin en ég er auðvitað þakklát fyrir hann," segir Agnes. „Mér fannst afar áhugavert að dreifingin skyldi ekki vera meiri. Það kom mér á óvart að það skyldu tvö vera áberandi efst, og það kom mér gleðilega á óvart að það var svona fallegur fléttulisti á körlum og konum í fjórum efstu sætunum," segir Sigurður Árni. „ Ég stefni að því að leggja höfuðárherslu á fjölskyldutengt starf, starf í þágu barna og unglinga, því að kirkjan þarf að leggja mikla rækt við allt fjölskyldu- og heimilatengt starf," segir Sigurður Árni. Þá vakti athygli að tvær konur skyldu verða í þremur efstu sætunum í kjörinu í gær. Agnes telur það skipta máli að kona verði næsti biskup Íslands en það yrði þá í fyrsta sinn. „Það skiptir náttúrulega máli varðandi jafnréttisstefnuna því að það hefur samkvæmt henni þá hafa ekki markmið hennar náðst að fullu en þetta er einn liður í því að markmið hennar náist að kona verði biskup. Að því leytinu til skiptir það máli, vegna ásýndar kirkjunnar og jafnréttisstefnu þá tel ég að það skipti máli," segir Agnes. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Það skiptir máli að kona verði næsti biskup Íslands bæði vegna ásýndar kirkjunnar og jafnréttisstefnu. Þetta segir Agnes Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík sem hlaut flest atkvæði í fyrri umferð biskuskjörsins í gær. Tilkynnt var um úrslit í fyrri umferð biskupskjörsins í gær. Átta voru í framboði. Agnes Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík hlaut flest atkvæði eða tæp 28% og Sigurður Árni Þórðarson prestur í Neskirkju næst flest atkvæði eða um 25%. Þar sem enginn hlaut meira en 50% atkvæða verður kosið á milli tveggja efstu það er þeirra Agnesar og Sigurðar Árna. Sú kosning hefst í byrjun apríl og eiga úrslit að liggja fyrir 21. apríl. Agnest segist ekki hafa vitað hverju hún átti von á fyrir kjörið. „Ég hef fundið fyrir miklu stuðningi en ég reyndar átti ekki von á svona miklum stuðningin en ég er auðvitað þakklát fyrir hann," segir Agnes. „Mér fannst afar áhugavert að dreifingin skyldi ekki vera meiri. Það kom mér á óvart að það skyldu tvö vera áberandi efst, og það kom mér gleðilega á óvart að það var svona fallegur fléttulisti á körlum og konum í fjórum efstu sætunum," segir Sigurður Árni. „ Ég stefni að því að leggja höfuðárherslu á fjölskyldutengt starf, starf í þágu barna og unglinga, því að kirkjan þarf að leggja mikla rækt við allt fjölskyldu- og heimilatengt starf," segir Sigurður Árni. Þá vakti athygli að tvær konur skyldu verða í þremur efstu sætunum í kjörinu í gær. Agnes telur það skipta máli að kona verði næsti biskup Íslands en það yrði þá í fyrsta sinn. „Það skiptir náttúrulega máli varðandi jafnréttisstefnuna því að það hefur samkvæmt henni þá hafa ekki markmið hennar náðst að fullu en þetta er einn liður í því að markmið hennar náist að kona verði biskup. Að því leytinu til skiptir það máli, vegna ásýndar kirkjunnar og jafnréttisstefnu þá tel ég að það skipti máli," segir Agnes.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira