Gunnar: Er ekki mikið að spá í bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. september 2012 08:00 Gunnar skellir hér síðasta andstæðingi sínum á Írlandi. Það tók hann ekki langan tíma. Hann fær væntanlega erfiðari andstæðing í Nottingham aðra helgi. mynd/páll bergmann Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson. Íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira
Hinn rólegi og yfirvegaði bardagamaður Gunnar Nelson segir það ekki raska ró sinni að það hafi verið skipt um andstæðing á dögunum. Hann er á leið í sinn fyrsta UFC-bardaga aðra helgi. Smá babb kom í bátinn um daginn er væntanlegur andstæðingur Gunnars, Pascal Kraus, dró sig úr keppni. Í hans stað mun Gunnar mæta DeMarques Johnson sem á tólf bardaga í UFC að baki. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég æfi ekki þannig að ég sé að undirbúa mig nákvæmlega fyrir andstæðinginn. Ég er fyrst og fremst að gera sjálfan mig kláran í slaginn. Þegar maður er kominn í búrið þarf maður að bregðast við því sem gerist," sagði Gunnar yfirvegaður að vanda. „Það er ekki mikill munur á þessum strákum enda í sama þyngdarflokki. Helsti munurinn er kannski sá að sá sem ég mæti er aðeins sneggri og kröftugri. Hann er samt líklega ekki eins stöðusterkur. Það sýnist mér svona miðað við það sem ég hef séð af honum. Þetta er bara fínt fyrir mig og ekkert verra. Mér er í raun alveg sama. Það verður ekki snúið við núna og ég sé ekkert neikvætt við þetta. Ég horfi jákvætt á hlutina. Þetta raskar ró minni ekki mikið." Gunnar segir að undirbúningur fyrir bardagann hafi gengið vel. Hann hafi ekki lent í neinum meiðslum og svo verði vonandi áfram. „Ég æfi tvisvar á dag alla jafnan og það hefur gengið vel. Ekkert óvænt hefur komið upp á," sagði Gunnar. Er ekkert að koma fiðringur í hann? „Kannski ef ég er mikið að spá í bardagann en ég geri voða lítið af því. Það er hefðbundinn undirbúningur hjá mér og þetta er alltaf sama dæmið. Auðvitað er hver og einn sérstakur og þetta er aldrei auðvelt. Það að þetta sé UFC-bardagi breytir engu fyrir mig. Ég er að fara að gera nákvæmlega sama hlutinn og áður." Gunnar fer út næsta mánudag. Hann verður í Manchester til að byrja með og færir sig svo til Nottingham þar sem bardaginn fer fram. Hann mun fá mikla hvatningu úr stúkunni enda hafa Íslendingar mikinn áhuga á bardaganum og er búið að selja 300 miða frá Íslandi á bardagann. „Það er mjög spennandi og gaman að fólk hafi svona mikinn áhuga á þessu. Það lyftir manni að vita af því að margir standi við bakið á manni. Það er alltaf fallegt að hugsa til þess og ég mun reyna að njóta þess þó svo ég taki ekki mikið eftir áhorfendum þegar að örlagastund kemur. Ég reyni að nýta þetta sem jákvæða orku," sagði Gunnar Nelson.
Íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira