Innlent

Æfðu sjóslys við Grænland

Varðskipið Þór var við æfingar á Grænlandshafi fyrr í þessum mánuði.
Varðskipið Þór var við æfingar á Grænlandshafi fyrr í þessum mánuði. Mynd/LHG
Mikil ánægja var með þátttöku og framlag Íslendinga á fjölþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni SAREX Greenland Sea 2012, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Æfingin fór fram norðaustarlega á Grænlandshafi.

Æfa átti og þjálfa raunveruleg leitar- og björgunarviðbrögð þegar skemmtiferðaskip lendir í áföllum. Auk Íslendinganna, tóku fulltrúar Kanada, Noregs, Bandaríkjanna, Grænlands, Færeyja og Danmerkur þátt í æfingunni. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×