Innlent

Ótrúleg velgengni Serrano

Íslenski skyndibitastaðurinn Serrano opnaði á dögunum nýtt útibú í Svíþjóð. Skipulagður rekstur og hollur mat eru ástæður velgengninnar að mati eigenda.

Emil Lárusson, annar eigenda Serrano, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi þar við þáttastjórnendur um ótrúlega velgengni skyndibitakeðjunnar.

„Á sínum tíma tókum við eftir vöntun á skyndibitamarkaðinum á Íslandi," segir Emil. „Það vantaði hollan og góðan skyndibita."

Emil er menntaður viðskiptafræðingur en samstarfsfélagi hans er hagfræðingur. Hann segir að megnið af þeim sem útskrifuðust með þeim hafi hlaupið beint í bankageirann en þeir félagarnir hafi horft annað.

„Það er oft rætt um skyndibita í neikvæðu ljósi, staðreyndin er sú að hann þarf alls ekki að vera slæmur."

Skyndibitakeðjan er nú rekin í nokkrum löndum en alls eru útibúin tólf. Þar af eru fimm erlendis, eitt í Uppsölum og fimm í Stokkhólmi.

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Emil hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×