Íslenski boltinn

FH-ingar skoruðu mörkin | Myndasyrpa frá Akranesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FH-ingar fagna marki á Akranesvelli í gær.
FH-ingar fagna marki á Akranesvelli í gær. Mynd / Guðmundur Bjarki Halldórsson
FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Skagamönnum saman í 9. umferð Pepsi-deildar karla á Skipaskaga. Lokatölurnar voru ótrúlegar, 7-2.

Um er að ræða versta tap Skagamanna síðan á Íslandsmótinu sumarið 2008. Þá tapaði liðið 6-1 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Það ár féllu Skagamenn úr efstu deild með 13 stig úr 22 leikjum.

Skagamenn hafa þó ekki fengið á sig jafnmörg mörk síðan árið 1966. Þá lá liðið á heimavelli líkt og í gær gegn ÍBA. Þá spiluðu sex lið í efstu deild karla.

Guðmundur Bjarki Halldórsson skellti sér á leikinn og náði þessum fínu myndum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×