Söngkonan Katy Perry, 27 ára, átti rómantíska stund með söngvaranum John Mayer, 34 ára, á veitingahúsinu The Little Door í Los Angeles í gærkvöldi. Parið yfirgaf veitingahúsið í sitthvoru lagi til að koma í veg fyrir að vera mynduð saman en allt kom fyrir ekki - nærstaddir ljósmyndarar sætu fyrir þeim og mynduðu í gríð og erg.
Háværar sögusagnir um að ekkert sé á milli þeirra hafa skyndilega þagnað því þau sáust einnig saman á tónlistarhátíð um helgina.
