Enski boltinn

Hodgson: Parker gæti misst af EM - fimmti Liverpool-maðurinn í hópinn?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Parker ræðir málin við Martin Atkinsson dómara.
Scott Parker ræðir málin við Martin Atkinsson dómara. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það sé enn óvíst hvort að Tottenham-maðurinn Scott Parker verði með enska landsliðinu á EM í fótbolta í simar en Parker glímir við meiðsli í hásin.

„Scott fékk sprautu og við þurfum líklega viku til að sjá hvort hún beri árangur. Hann gæti misst af EM en hann sjálfur er sannfærður um að hann verði orðinn góður," sagði Roy Hodgson.

„Við höfum til 29. maí til að ganga endanlega frá hópnum og ég þarf þá að taka ákvörðun ef að það er einhver vafi um að hann geti spilað með okkur. Ég er samt bjartsýnn þó að ekkert sé öruggt," sagði Hodgson.

Liverpool-maðurinn Jordan Henderson er líklegur varamaður Scott Parker og gæti því orðið fimmti Liverpool-maðurinn í 23 manna hóp. Það væri ríkuleg uppskera hjá liði sem var í tómu tjóni í vetur.

Hinir Liverpool-mennirnir í hópnum eru fyrirliðinn Steven Gerrard, Glen Johnson, Stewart Downing og Andy Carroll. Manchester City, Chelsea og Manchester United eiga líka fjóra leikmenn í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×