Tuttugu og átta ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þann 27 febrúar síðastliðinn í íbúð og í stigagangi við Laugaveg.
Samkvæmt ákæru sló hann mann í kviðinn inn í íbúðinni, tók hann hálstaki og dró hann niður tröppur í stigagangi af fjórðu hæð hússins, uns maðurinn tók að blána í framan. Hann losaði svo takið með þeim afleiðingum að maðurinn féll niður tröppurnar og sparkaði eða trampaði svo á höfði hans með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulega höfuðáverka, höfuðkúpubrot, blæðingu undir höfuðkúpubroti, glóðarauga á vinstra auga, auk minni áverka.
Árásarmaðurinn er, auk tveggja annarra, einnig ákærður fyrir að hafa flutt manninn út úr stigaganginum og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan á gangstétt utan við húsið, án þess að koma honum til hjálpar.
Ákæran gegn manninum verður þingfest í dag.
Ákærður fyrir hættulega líkamsárás
Jón Hákon Halldórsson skrifar
