Innlent

Hakkari gerði vef óvirkan

Umhverfisvaktin hélt sinn fyrsta aðalfund fyrir skemmstu.fréttablaðið/gva
Umhverfisvaktin hélt sinn fyrsta aðalfund fyrir skemmstu.fréttablaðið/gva
Hakkari réðst á síðu Umhverfisvaktarinnar, umhverfisvaktin.is, í Hvalfirði strax eftir að ályktanir fyrsta aðalfundar félagsins voru sendar út, segir á vefnum kjos.is. Síðan lá niðri í nokkra daga en hefur verið opnuð að nýju.

Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður félagsins, sagði á fundinum að vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Grundartanga hefðu augu vaktarinnar fyrst og fremst beinst að þeim þætti umhverfismála í Hvalfirði.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×