Innlent

Björn Hlynur hlaut styrkinn

Björn Hlynur tók við styrknum úr hendi Stefaníu Borg, barnabarns Stefaníu Guðmundsdóttur, í Iðnó í gærkvöldi. fréttablaðið/stefán
Björn Hlynur tók við styrknum úr hendi Stefaníu Borg, barnabarns Stefaníu Guðmundsdóttur, í Iðnó í gærkvöldi. fréttablaðið/stefán
Björn Hlynur Haraldsson leikari hlaut í gærkvöldi styrk úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur.

Björn Hlynur varð þar með 37. einstaklingurinn sem hlýtur styrkinn. Fyrsti styrkurinn var veittur úr sjóðnum árið 1970, en þá hlaut Helga Bachmann hann. Sjóðurinn sjálfur var stofnaður árið 1938 af Önnu Borg, dóttur Stefaníu, og Poul Reumert manni hennar. Hann var stofnaður til að efla íslenska leiklist og heiðra minningu Stefaníu, en hún var leikkona og burðarás í Leikfélagi Reykjavíkur. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×