Erlent

Apple opnar sína stærstu verslun

Grand Central lestarstöðin í New York er staðsett á 42. stræti og Park Avenue.
Grand Central lestarstöðin í New York er staðsett á 42. stræti og Park Avenue. mynd/AFP
Talið er að tölvurisinn Apple muni opna sína stærstu verslun í New York í dag. Staðsetningin gæti vart verið betri en búðin er staðsett í Grand Central Terminal.

Búðin verður ekkert smáræði en talið er að hún verði rúmlega 2.000 fermetrar að stærð. Verslunin kemur til með að þurfa 300 starfsmenn til að sinna gestum sínum.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum vefsíðunnar 9to5mac mun búðin opna á stærsta verslunardegi ársins, Black Friday.

Talið er að verkamenn muni mæta á lestarstöðina á morgun til að fjarlægja risavaxna, svarta veggi sem þekja framhlið verslunarinnar.

Rúmlega 750.000 manns heimsækja lestarstöðina á hverjum degi og er líklegt að sú tala muni hækka verulega í kringum jól og áramót.

Apple rekur nú 358 verslanir víða um heim og er útlit þeirra í takt við þá fagurfræði sem einkennir vörur Apple. En nýja búðin mun þó skera sig frá fjöldanum. International Business Times greinir frá því í dag að verslunin í Grand Central Terminal muni endurspegla arkitektúr lestarstöðvarinnar - sem reist var árið 1871.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×