Innlent

Börðu starfsmann og læstu inni

Einn piltanna var ákærður fyrir að aka réttindalaus í nágrenni Varmahlíðar.
Einn piltanna var ákærður fyrir að aka réttindalaus í nágrenni Varmahlíðar.
Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra fjóra pilta sem struku frá meðferðarheimilinu að Háholti í Skagafirði 17. júlí í sumar.

Piltarnir eru á aldrinum sextán til átján ára. Tveimur þeirra er gefið að sök að hafa veist að starfsmanni í Háholti í sjónvarpsholi, eldhúsi og á göngum heimilisins. Annar þeirra barði hann ítrekað með sundurskrúfuðum biljarðskjuða sem hafði fjögurra sentimetra járntein á öðrum enda í hnésbót, síðu og handleggi, að því er segir í ákæru. Hinn pilturinn barði hann einu sinni í handlegg með sams konar vopni. Auk þess hótuðu þeir að slá starfsmanninn í höfuðið með biljarðskjuðunum ef hann afhenti þeim ekki síma sinn og lykla. Af atlögunni hlaut starfsmaðurinn áverka, svo sem bólgur, mar og eymsli víða á líkama.

Þá er öllum piltunum gefið að sök að hafa læst starfsmanninn inni í neyðarherbergi, skilið hann þar eftir og svipt hann þannig frelsi sínu, þar til annar starfsmaður mætti til vinnu rúmum fimm tímum síðar og hleypti honum út.

Þá er einn piltanna ákærður fyrir að hafa ekið bifreið um nóttina án ökuréttinda.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×