Óvæntur fornleifa-fundur í Urriðakoti 18. maí 2011 07:00 Í Urriðakoti Fornleifafundurinn fór fram úr björtustu vonum fornleifafræðinga.mynd/ragnheiður traustadóttir Mun umfangsmeiri fornminjar hafa komið í ljós í uppgreftri í Urriðakoti, væntanlegu byggingarsvæði í Garðabæ, en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Við uppgröftinn hafa fundist minjar frá landnámi allt fram á miðaldir en Urriðakots er fyrst getið í heimildum mun síðar, eða á 16. öld. Fornleifarannsóknir hafa staðið yfir í Urriðakoti á síðustu árum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu, en árið 2006 fólu bæjaryfirvöld í Garðabæ Fornleifastofnun Íslands að fullvinna aðalskráningu á fornleifum innan bæjarmarkanna. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur segir fundinn hafa komið verulega á óvart, enda á Urriðakot sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. „Fyrsta könnun var gerð í Urriðakoti 2007 en í fyrra átti að klára verkefnið. „Þá ákvað ég að opna á milli svæðanna sem voru til skoðunar. Ekkert sást á yfirborði og engar heimildir eru um eitt eða neitt á svæðinu en þarna fannst glæsilegt fjós frá landnámstíð.“ Ragnheiður segir að við uppgröftinn hafi einnig fundist skáli, geymsla, búr og soðhola frá landnámi fram á 11. öld en nánari aldursgreining þarf að fara fram til að hægt sé að segja hvort minjarnar séu frá fyrstu tíð landnáms. Frá miðöldum – eða rétt eftir 1226 – hafa þá fundist leifar af búri, eldhúsi og skemmu, en ekki hefur komið í ljós neitt íveruhús frá þeim tíma en það kann að hafa staðið ofan við uppgraftarsvæðið. Varðveisluskilyrði eru ekki góð í Urriðakoti þannig að lífrænar leifar varðveitast illa. Fáir en merkilegir gripir hafa fundist á svæðinu, fyrst og fremst snældusnúðar, annar skreyttur og hinn með rúnum. Fátítt er að finna gripi með rúnaristum á Íslandi. Auk þess hafa fundist tvær perlur frá víkingaöld, bökunarhellur, brýni, innflutt frá Noregi, járnhnífar, naglar og ýmsar bronsþynnur, að sögn Ragnheiðar sem segir margt benda til að í Urriðakoti hafi verið seljabúskapur en ekki föst búseta, en ekkert sel hefur verið að fullu rannsakað á Íslandi. Mannvistarleifunum í Urriðakoti verður gert hátt undir höfði í framtíðinni þó minjarnar sjálfar verði þar ekki áfram. Jafnvel verður það gert með tenginu við Hofstaði, minjagarðinn í Garðabæ. Ragnheiður heldur fyrirlestur um uppgröftinn í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar klukkan þrjú í dag.svavar@frettabladid.is Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Mun umfangsmeiri fornminjar hafa komið í ljós í uppgreftri í Urriðakoti, væntanlegu byggingarsvæði í Garðabæ, en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Við uppgröftinn hafa fundist minjar frá landnámi allt fram á miðaldir en Urriðakots er fyrst getið í heimildum mun síðar, eða á 16. öld. Fornleifarannsóknir hafa staðið yfir í Urriðakoti á síðustu árum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu, en árið 2006 fólu bæjaryfirvöld í Garðabæ Fornleifastofnun Íslands að fullvinna aðalskráningu á fornleifum innan bæjarmarkanna. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur segir fundinn hafa komið verulega á óvart, enda á Urriðakot sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. „Fyrsta könnun var gerð í Urriðakoti 2007 en í fyrra átti að klára verkefnið. „Þá ákvað ég að opna á milli svæðanna sem voru til skoðunar. Ekkert sást á yfirborði og engar heimildir eru um eitt eða neitt á svæðinu en þarna fannst glæsilegt fjós frá landnámstíð.“ Ragnheiður segir að við uppgröftinn hafi einnig fundist skáli, geymsla, búr og soðhola frá landnámi fram á 11. öld en nánari aldursgreining þarf að fara fram til að hægt sé að segja hvort minjarnar séu frá fyrstu tíð landnáms. Frá miðöldum – eða rétt eftir 1226 – hafa þá fundist leifar af búri, eldhúsi og skemmu, en ekki hefur komið í ljós neitt íveruhús frá þeim tíma en það kann að hafa staðið ofan við uppgraftarsvæðið. Varðveisluskilyrði eru ekki góð í Urriðakoti þannig að lífrænar leifar varðveitast illa. Fáir en merkilegir gripir hafa fundist á svæðinu, fyrst og fremst snældusnúðar, annar skreyttur og hinn með rúnum. Fátítt er að finna gripi með rúnaristum á Íslandi. Auk þess hafa fundist tvær perlur frá víkingaöld, bökunarhellur, brýni, innflutt frá Noregi, járnhnífar, naglar og ýmsar bronsþynnur, að sögn Ragnheiðar sem segir margt benda til að í Urriðakoti hafi verið seljabúskapur en ekki föst búseta, en ekkert sel hefur verið að fullu rannsakað á Íslandi. Mannvistarleifunum í Urriðakoti verður gert hátt undir höfði í framtíðinni þó minjarnar sjálfar verði þar ekki áfram. Jafnvel verður það gert með tenginu við Hofstaði, minjagarðinn í Garðabæ. Ragnheiður heldur fyrirlestur um uppgröftinn í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar klukkan þrjú í dag.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira