Krefjast þess að Clarke segi af sér 18. maí 2011 16:46 MYND/AP Hörð gagnrýni beinist nú að breska dómsmálaráðherranum Ken Clarke, en skilja mátti á honum í viðtali við BBC í morgun, að hann teldi sumar nauðganir alvarlegri en aðrar. Ráðherann, sem er íhaldsmaður, hefur hinsvegar neitað að biðjast afsökunar á ummælunum en formaður Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, vill að hann segi af sér. Clarke kom aftur í viðtal á BBC skömmu eftir að hann lét ummælin falla þar sem hann vildi árétta að allar nauðganir væru alvarlegir glæpir. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hann hefði haldið öðru fram í fyrra viðtalinu. Í viðtalinu var Clarke að ræða tillögur stjórnarinnar um að gefa nauðgurum sem játa brot sín helmings afslátt á fangelsisdómi. Í Bretlandi er staðan sú í dag að þegar nauðgarar gangast við glæpnum fá þeir afslátt af fangavistunni sem nemur allt að einum þriðja af dómnum. Þegar honum var í viðtalinu bent á að þetta þýddi að flestir nauðgarar myndu fá frelsi að fimmtán mánuðum liðnum, miðað við að meðal lengd fangelsisdóma fyrir nauðgun séu fimm ár, sagði Clarke: „Þá eru nauðganir á stefnumótum innifaldar, 17 ára menn að sofa hjá fimmtán ára stelpum...“ og hann bætti við: „Þegar um er að ræða alvarlega nauðgun, með ofbeldi og þegar farið er gegn vilja konunnar, þá eru dómarnir miklu lengri.“ Þegar fréttakonan sem tók viðtalið greip fram í fyrir Clarke og sagði: „Með fullri virðingu, nauðgun er nauðgun“, svaraði Clarke að það væri ekki rétt og tók dæmi af fullorðnum manni sem svæfi hjá fimmtán ára stúlku með fullu samþykki hennar. Það væri ekki alvarlegur gæpur þrátt fyrir að það væri skilgreint sem nauðgun. Raunar hefur einnig verið bent á að dómsmálaráðherrann fari þarna með rangt mál þar sem brot af þessu tagi séu alls ekki skilgreind sem nauðgun, heldur kynferðisbrot af öðru tagi. Þessi ummæli hafa fallið í afar grýttan jarðveg í Bretlandi í dag og meðal annars sagði Ed Miliband formaður Verkamannaflokksins að dómsmálaráðherra sem talaði svona gæti ekki talað fyrir hönd kvenna í landinu.Hér má hlusta í Clarke í viðtalinu við BBC. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Hörð gagnrýni beinist nú að breska dómsmálaráðherranum Ken Clarke, en skilja mátti á honum í viðtali við BBC í morgun, að hann teldi sumar nauðganir alvarlegri en aðrar. Ráðherann, sem er íhaldsmaður, hefur hinsvegar neitað að biðjast afsökunar á ummælunum en formaður Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, vill að hann segi af sér. Clarke kom aftur í viðtal á BBC skömmu eftir að hann lét ummælin falla þar sem hann vildi árétta að allar nauðganir væru alvarlegir glæpir. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hann hefði haldið öðru fram í fyrra viðtalinu. Í viðtalinu var Clarke að ræða tillögur stjórnarinnar um að gefa nauðgurum sem játa brot sín helmings afslátt á fangelsisdómi. Í Bretlandi er staðan sú í dag að þegar nauðgarar gangast við glæpnum fá þeir afslátt af fangavistunni sem nemur allt að einum þriðja af dómnum. Þegar honum var í viðtalinu bent á að þetta þýddi að flestir nauðgarar myndu fá frelsi að fimmtán mánuðum liðnum, miðað við að meðal lengd fangelsisdóma fyrir nauðgun séu fimm ár, sagði Clarke: „Þá eru nauðganir á stefnumótum innifaldar, 17 ára menn að sofa hjá fimmtán ára stelpum...“ og hann bætti við: „Þegar um er að ræða alvarlega nauðgun, með ofbeldi og þegar farið er gegn vilja konunnar, þá eru dómarnir miklu lengri.“ Þegar fréttakonan sem tók viðtalið greip fram í fyrir Clarke og sagði: „Með fullri virðingu, nauðgun er nauðgun“, svaraði Clarke að það væri ekki rétt og tók dæmi af fullorðnum manni sem svæfi hjá fimmtán ára stúlku með fullu samþykki hennar. Það væri ekki alvarlegur gæpur þrátt fyrir að það væri skilgreint sem nauðgun. Raunar hefur einnig verið bent á að dómsmálaráðherrann fari þarna með rangt mál þar sem brot af þessu tagi séu alls ekki skilgreind sem nauðgun, heldur kynferðisbrot af öðru tagi. Þessi ummæli hafa fallið í afar grýttan jarðveg í Bretlandi í dag og meðal annars sagði Ed Miliband formaður Verkamannaflokksins að dómsmálaráðherra sem talaði svona gæti ekki talað fyrir hönd kvenna í landinu.Hér má hlusta í Clarke í viðtalinu við BBC.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira