Erlent

Auschwitz skiltið lagfært

Arbeit Macht Frei, Vinnan gerir þig frjálsan, stóð á skilti sem nazistar settu upp yfir hliði Auschwitz útrýmingarbúðanna í Póllandi þar sem um ein milljón manna lét lífið á árunum 1940-1945.

Skiltinu var stolið árið kaldi vetrarnóttu í desember 2009. Það fannst þrem dögum síðar í skógi skammt fá búðunum. Það hafði verið skorið í þrjá hluta og var auk þess víða beyglað. Sænskur nýnasisti er nú að afplána tæplega þriggja ára fangelsisdóm fyrir þjófnaðinn.

Skiltið hefur nú verið lagfært í upprunalegt horf og verður sett á sinn stað á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×