Talsvert uppnám hefur orðið í Noregi eftir að norska Dagbladet hélt því fram að Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefði komið í veg fyrir að Haraldur konungur sæmdi hermenn heiðursmerkjum á degi uppgjafahermanna síðastliðinn sunnudag.
Bæði fyrrverandi forsætisráðherrar og háttsettir hermenn hafa tjáð sig um þetta og eru sammála um að Stoltenberg hafi hlaupið á sig. Sama má segja um lesendur norska blaðsins Aftenposten en yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tjá sig hundskamma ráðherrann. Hvorki Stoltenberg né Haraldur konungur hafa tjáð sig um málið.
Móðgaði Harald konung
Óli Tynes skrifar
