Erlent

Hjálparstofnanir í vandræðum

Skýstrókurinn í Joplin kostaði á annað hundrað manns lífið.
Skýstrókurinn í Joplin kostaði á annað hundrað manns lífið. Mynd/AFP
„Hamfarirnar koma hverjar á eftir öðrum,“ segir Roger Lowe, talsmaður bandaríska Rauða krossins. Undanfarnar sjö vikur hefur Rauði krossinn í Bandaríkjunum varið 41 milljarði dala til hjálparstarfa en ekki tekist að safna nema 33,6 milljörðum til að standa straum af þeim kostnaði.

 

Skýstrókurinn sem reið yfir bæinn Joplin í Missouri um helgina kostaði eitthvað á annað hundrað manns lífið. Mikil flóð í Mississippi-fljóti hafa einnig gert íbúum í nágrenni fljótsins lífið leitt. Margar eignir hafa eyðilagst og sömuleiðis hafa skógareldarnir í Texas valdið verulegu tjóni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×