Erlent

Gaddafi felur sig á sjúkrahúsum

Óli Tynes skrifar
Foringi í felum.
Foringi í felum.
Moammar Gaddafi leiðtogi Líbíu er sagður fela sig í sjúkrahúsum í höfuðborginni  Tripolí. Orrustuvélar NATO gera árásir sínar með mikilli nákvæmni þannig að lítil sem engin hætta er á að sjúkrahús eða aðrar slíkar stofnanir verði fyrir árásum. Hinsvegar hafa verið gerðar margar loftárásir á höfuðstöðvar og stjórnstöðvar leiðtogans.

 

NATO er nú að hefja nýja hrinu loftárása með orrustuþyrlur. Frakkar hafa þegar sent tólf slíkar og Bretar ætla að bæta við þann flota. Með því er hægt að gera enn nákvæmari árásir á hernaðarleg skotmörk. Þyrlurnar eru þó í mun meiri hættu af loftvarnaskothríð en þoturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×