Við erum mjög stolt af okkur 27. maí 2011 19:55 Júlía Guðný Hreinsdóttir. Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga. Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga.
Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14
Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent