Við erum mjög stolt af okkur 27. maí 2011 19:55 Júlía Guðný Hreinsdóttir. Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga. Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga.
Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14
Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21