Enski boltinn

Stuðningsmenn Chelsea styðja Eið Smára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þó svo Eiður Smári Guðjohnsen leiki með öðru Lundúnafélagi  en Chelsea þá nýtur hann samt stuðnings stuðningsmanna Chelsea.

Þeir hugsa enn hlýlega til Eiðs sem lék í sex ár með félaginu og á að baki um 200 leiki með Chelsea.

Hann spilaði með Fulham gegn Chelsea á dögunum og fékk fínar móttökur hjá stuðningsmönnum Chelsea.

"Ég átti yndislegan tíma hjá Chelsea sem mér þykir vænt um. Þegar ég hitti stuðningsmenn Chelsea um daginn þá sögðu þeir bara að það væri frábært að fá mig aftur í vesturhluta Lundúna," sagði Eiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×