Erlent

Vélmennamaraþon í Japan

mynd/ap
Fimm vélmenni lögðu í dag af stað í maraþonhlaup í borginni Osaka í Japan. Búist er við að keppendurnir taki sér góðan tíma í hlaupið eða um fjóra daga en vélmennin hlaupa 423 hringi á innanhúsbraut, samtals 42 kílómetra. Hönnuðir vélmennanna mega skipta um batterí og gera við mótora í vélmennunum en ef þau detta þurfa þau að standa upp af sjálfsdáðum. Vonast er til að hlaupið verði að árvissum viðburði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×