Enski boltinn

Rooney slakur á kantinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney var ekki eins sáttur við Felix Brych dómara og að vera á kantinum.
Rooney var ekki eins sáttur við Felix Brych dómara og að vera á kantinum.
Vinnuþjarkurinn Wayne Rooney segir að sér sé alveg sama þó svo hann sé að spila út úr stöðu hjá Man. Utd þessa dagana. Hann geri það sem þarf til að hjálpa liðinu.

Rooney hefur spilað á kantinum upp á síðkastið enda erfitt ástand hjá United vegna meiðsla leikmanna.

Mikilvægasti hluti tímabilsins er fram undan og United er án Ryan Giggs, Rio Ferdinand, Anderson, Ji-sung Park og Michael Owen

"Það er mikið um meiðsli hjá okkur í augnablikinu þannig að mér er alveg sama þó svo ég þurfi að vera á vængnum," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×