Erlent

Discovery komst á loft eftir viðgerðir á síðustu mínútu

Síðasta fer Discovery. Frá skotpallinum í kvöld.
Síðasta fer Discovery. Frá skotpallinum í kvöld.
Verkfræðingar Nasa gerðu við hlera að rými geimfaranna í geimferjunni Discovery, sem var skotið á loft frá Flórída nú í kvöld.

Viðgerðin fór fram á síðustu mínútum áður en geimferjan fór á loft en þetta er síðasta ferð Discovery.

Geimferjan hefur ferðast ríflega 230 milljónir kílómetra. Það þýðir að ferjan hefur ferðast 288 sinnum til tunglsins og til baka, farið eina og hálfa ferð til sólarinnar og eytt 5600 dögum yfir himinhvolfi jarðar. Ferjan er 27 ára gömul.

Ferjan komst svo loksins á loft nú í kvöld eftir að flugtakinu hafði verið margsinnis frestað og í fyrstu leit út fyrir að ferjan þyrfti að bíða enn lengur.

Verkfræðingum Nasa tókst þó að laga vandamálið á síðustu mínútum. Von er á ferjunni til baka í næsta mánuði, og þá sest hún í helgan stein, ef svo má að orði komast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×