Krefst tveggja mánaða fangelsis yfir Þorsteini 11. október 2011 16:40 Það hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að fylgst hafi verið með ferðum Sivjar, sagði verjandi Þorsteins Húnbogasonar í dómsal í dag. Hann sagði að búnaðurinn hefði verið settur í bifreiðina með hennar vitneskju og samþykki til þess þess að fylgjast með akstri sonar þeirra, sem var nýkominn með æfingaakstur. Jafnframt kom fram í máli hans að Þorsteinn hafi verið eigandi beggja bifreiðanna. Upphaflega hafi hann sett ökuritann í annan bílinn en fært hann svo sjálfur yfir í hinn bílinn. Sonur Sivjar keyrði þann bíl meira. Þá kom fram að báðar bifreiðarinnar hafi verið með samþykki til æfingaaksturs. Þá var deilt um það hvort að límmiði, sem á stendur að ökuriti sé í bílnum, sem var settur í afturrúðu bifreiðarinnar hafi verið notaður eða ekki. Verjandi Þorsteins sagði að ljósmyndir sýni að miðinn hafi verið nýr enda hafi Þorsteinn fengið hann hjá fyrirtækinu sem setti ökuritirinn upphaflega í hinn bílinn. Ástæða þess að hann sé krumpaður á mynd sem lögð var fyrir dóm sé vegna meðferðar lögreglu á honum. Hann sagði að í dómsskjölum væri til mynd af miðanum þar sem greinilega sést að hann er nýr. Verjandinn minntist einnig á aðkomu lögreglunnar að málinu. Hann sagði að Þorsteinn sóttur klukkan 21 á föstudagskvöldi af tveimur lögreglumönnum. Þegar hann hafi hringt í lögmann sinn hafi hann tjáð honum að „henda þeim út." Þegar hann sagði þeim að fara út hafi lögreglumennirnir hringt á bíl merktan Víkingasveitinni og hef hann myndi ekki koma sjálfur til yfirheyrslu hótuðu þeir að gera húsleit heima hjá honum. Að lögum hafi hann farið til yfirheyrslu enda hafi hann ekki viljað standa í slíkum „lögregluleikriti" á planinu hjá sér. Þá sagði verjandinn að ökuritinn hefði verið vel sjánlegur á framrúðu bifreiðarinnar og hann hafi ekki átt að fara fram hjá neinum. Það væri ekki nóg að sýna fram á að hægt hafi verið að fylgjast með ferðum Sivjar - heldur að hann hafi gert það. Saksóknari sagði að ákærði hefði viðurkennt að setja búnaðinn í bifreiðina og hann hafi gefið þær skýringar að hann telji að bílinn hafi verið öruggari fyrir vikið. Hún benti á afhverju hann hafi ekki nýtt sér þjónustu fyrirtækisins, sem annaðist búnaðinn, til að færa hann í hinn bílinn sem Siv og sonur hennar notuðu. Þorsteinn sagði við upphaf dómsins að það hafi verið vegna þess að það hafi verið óþarfa peningaeyðsla. „Ég bara tímdi því ekki," sagði hann. Þá sagði saksóknari að það hafi verið hans ákvörðun að færa búnaðinn í bílinn og Siv hafi ekki vitað af því. Búnaðinum hafi bersýnilega ekki ætlað að sjást því loftnetinu hafi verið komið fyrir í falsinum. Þorsteinn mótmælti því og sagði loftnetið sjást vel. Þá benti saksóknari á að Þorsteinn gat vel séð hvar Siv var staðsett hverju sinni og vísaði í framburð starfsmanns fyrirtækisins sem sér um að slíka ökurita. Hann sagði að kerfið myndi uppfæra sig á 15 sekúndna fresti og væri mjög nákvæmt, aðeins með 3 metra vikmörkum. Hún sagði að Þorsteinn hafi brotið gróflega gegn friðhelgi einkalífsins og fór fram á að hann myndi fá tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Verjandi Þorsteins fór fram á að hann yrði sýknaður af ákærunni en til vara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar. Tengdar fréttir Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" "Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. 11. október 2011 13:54 Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. 11. október 2011 15:15 Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár. 11. október 2011 12:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
Það hefur ekkert komið fram í málinu sem bendir til þess að fylgst hafi verið með ferðum Sivjar, sagði verjandi Þorsteins Húnbogasonar í dómsal í dag. Hann sagði að búnaðurinn hefði verið settur í bifreiðina með hennar vitneskju og samþykki til þess þess að fylgjast með akstri sonar þeirra, sem var nýkominn með æfingaakstur. Jafnframt kom fram í máli hans að Þorsteinn hafi verið eigandi beggja bifreiðanna. Upphaflega hafi hann sett ökuritann í annan bílinn en fært hann svo sjálfur yfir í hinn bílinn. Sonur Sivjar keyrði þann bíl meira. Þá kom fram að báðar bifreiðarinnar hafi verið með samþykki til æfingaaksturs. Þá var deilt um það hvort að límmiði, sem á stendur að ökuriti sé í bílnum, sem var settur í afturrúðu bifreiðarinnar hafi verið notaður eða ekki. Verjandi Þorsteins sagði að ljósmyndir sýni að miðinn hafi verið nýr enda hafi Þorsteinn fengið hann hjá fyrirtækinu sem setti ökuritirinn upphaflega í hinn bílinn. Ástæða þess að hann sé krumpaður á mynd sem lögð var fyrir dóm sé vegna meðferðar lögreglu á honum. Hann sagði að í dómsskjölum væri til mynd af miðanum þar sem greinilega sést að hann er nýr. Verjandinn minntist einnig á aðkomu lögreglunnar að málinu. Hann sagði að Þorsteinn sóttur klukkan 21 á föstudagskvöldi af tveimur lögreglumönnum. Þegar hann hafi hringt í lögmann sinn hafi hann tjáð honum að „henda þeim út." Þegar hann sagði þeim að fara út hafi lögreglumennirnir hringt á bíl merktan Víkingasveitinni og hef hann myndi ekki koma sjálfur til yfirheyrslu hótuðu þeir að gera húsleit heima hjá honum. Að lögum hafi hann farið til yfirheyrslu enda hafi hann ekki viljað standa í slíkum „lögregluleikriti" á planinu hjá sér. Þá sagði verjandinn að ökuritinn hefði verið vel sjánlegur á framrúðu bifreiðarinnar og hann hafi ekki átt að fara fram hjá neinum. Það væri ekki nóg að sýna fram á að hægt hafi verið að fylgjast með ferðum Sivjar - heldur að hann hafi gert það. Saksóknari sagði að ákærði hefði viðurkennt að setja búnaðinn í bifreiðina og hann hafi gefið þær skýringar að hann telji að bílinn hafi verið öruggari fyrir vikið. Hún benti á afhverju hann hafi ekki nýtt sér þjónustu fyrirtækisins, sem annaðist búnaðinn, til að færa hann í hinn bílinn sem Siv og sonur hennar notuðu. Þorsteinn sagði við upphaf dómsins að það hafi verið vegna þess að það hafi verið óþarfa peningaeyðsla. „Ég bara tímdi því ekki," sagði hann. Þá sagði saksóknari að það hafi verið hans ákvörðun að færa búnaðinn í bílinn og Siv hafi ekki vitað af því. Búnaðinum hafi bersýnilega ekki ætlað að sjást því loftnetinu hafi verið komið fyrir í falsinum. Þorsteinn mótmælti því og sagði loftnetið sjást vel. Þá benti saksóknari á að Þorsteinn gat vel séð hvar Siv var staðsett hverju sinni og vísaði í framburð starfsmanns fyrirtækisins sem sér um að slíka ökurita. Hann sagði að kerfið myndi uppfæra sig á 15 sekúndna fresti og væri mjög nákvæmt, aðeins með 3 metra vikmörkum. Hún sagði að Þorsteinn hafi brotið gróflega gegn friðhelgi einkalífsins og fór fram á að hann myndi fá tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Verjandi Þorsteins fór fram á að hann yrði sýknaður af ákærunni en til vara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar.
Tengdar fréttir Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" "Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. 11. október 2011 13:54 Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. 11. október 2011 15:15 Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár. 11. október 2011 12:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
Þorsteinn: "Kæran hreinn og klár sóðaskapur" "Vond,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning það væri að ganga inn í dómsal. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum hófst rétt eftir klukkan eitt í dag en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum. 11. október 2011 13:54
Segir Þorstein hafa fylgst með sér og birst fyrir tilviljun Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fyrir dómara í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður sinn, hefði fylgst með sér og hefði oft birst fyrir tilviljun á ýmsum stöðum sem hún var á. 11. október 2011 15:15
Aðalmeðferð í njósnamálinu í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Þorsteini Húnbogasyni, fyrrum sambýlismanni Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, fer fram eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er grunaður um að hafa njósnað um Siv með því að hafa komið ökurita fyrir í bifreið hennar. Þau voru í sambúið í tuttugu og sex ár. 11. október 2011 12:45