Erlent

Bauð upp á hassköku í jarðaförinni - þrír enduðu á spítala

Súkkulaðikaka. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Súkkulaðikaka. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Þrennt var flutt með hraði á sjúkrahús eftir að þau borðuðu það sem þau töldu vera skúffuköku í erfidrykkju í Suður Kaliforníu í Bandaríkjunum. Tvær rúmlega sjötugar konur og rúmlega áttræður karlmaður kvörtuðu undan svima og ógleði og var sjúkrabíll kallaður til.

Í ljós kom að ekki var um neina venjulega súkkulaðiköku að ræða, heldur hassköku.

Svo virðist sem boðið hafi verið upp á kökuna í minningu vinarins. Þeir sem báru kökuna fram vöruðu ekki við innihaldi hennar og því fór sem fór.

Bærinn sem um ræðir, Huntington Beach, leyfir ekki lyfseðilskylt marijúana og rannsakar lögreglan því málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×