Erlent

Sjálfsmorðsvél doktor dauða boðin upp

Frá útför Kevorkian.
Frá útför Kevorkian.
Uppboð á eignum Dr. Jack Kevorkian, sem var uppnefndur sem doktor dauði í bandarískum fjölmiðlum, fer fram í lok október.

Kevorkian lést í júní síðastliðnum 83 ára gamall en hann varð heimsfrægur eftir að CBS sjónvarpsstöðin sýndi hann aðstoða 52 ára gamlan karlmann við að fremja sjálfsmorð. Hann var með sjaldgæfan sjúkdóm sem var að draga hann til dauða. Talið er að Kevorkian hafi aðstoðað um hundrað manns við að taka eigið líf.

Upphófst harkaleg umræðu í Bandaríkjunum um líknardráp eftir að hann ferðaðist um Michigan ríki og aðstoðaði dauðvona fólk við að taka eigið líf.

Hann var dæmdur í fangelsi árið 1999 og fékk að dúsa þar næstu átta árin. Hann var svo látinn laus og hluti af skilorði hans var að hann hætti að aðstoða dauðvona einstaklinga við að fremja sjálfsmorð.

Nú er semsagt haldið uppboð á eignum hans og rennur allt féð til rannsóknarstarfa vegna krabbameins í börnum.

Líklega er sérkennilegasti hluturinn sem boðinn verður upp, nokkurskonar dauðavél sem hann notaði til þess að enda líf skjólstæðinga sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×