Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land 13. september 2011 10:21 Mynd/Elín „Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
„Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira