Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land 13. september 2011 10:21 Mynd/Elín „Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira