Dóttir gítarleikara Rolling Stones, Keith Richards, hin 25 ára gamla Theodora, var handtekin í New York í gærkvöldi eftir að hún krotaði á vegg klausturs í Soho hverfinu.
Lögreglan stóð hana að verki þar sem hún var að skrifa á vegginn með tússpenna, að því er virðist.
Við leit á Teódóru fannst svo lítilræði af kannabisefnum og lyfseðilskyldar pillur, sem hún sagðist hafa keypt af fíkniefnasala. Hún var leidd fyrir dómara í gær. Teódóra starfar sem fyrirsæta.
Dóttir Keith Richards handtekin fyrir veggjakrot
