Enski boltinn

Etuhu dæmdur í átta mánaða fangelsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Etuhu í leik með City.
Etuhu í leik með City. Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Kelvin Etuhu var í gær dæmdur í átta mánðaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað í febrúar á síðasta ári.

Etuhu var sakfelldur fyrir að kýla og sparka í mann að nafni Owen Fitzpatrick fyrir utan spilavíti í Manchester þann 28. febrúar 2010 með þeim afleiðingum að Fitzpatrick kjálkabrotnaði.

Etuhu, sem fæddur er í Nígeríu, játaði sök og fékk orð í eyra frá dómaranum sem kvað upp úrskurðinn.

„Þú hafðir mikið fyrir því að koma hingað frá Nígeríu ásamt þinni fjölskyldu með ekkert nema hæfileikana, viljann og sannfæringuna að vopni. Fyrir það ber þér og þinni fjölskyldu að hrósa en þú hefur nú klúðrað þínu tækifæri,“ sagði dómarinn.

Fram kom fyrir dómnum að Manchester City hafi sagt upp samningi Etuhu við félagið, meðal annars vegna þessa máls. Eldri bróðir hans er Dickson Etuhu, leikmaður Fulham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×