Enski boltinn

Luis Suarez gerir lítið úr nárameiðslunum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez fagnar marki Liverpool á móti United sem hann lagði upp fyrir Dirk Kuyt.
Luis Suarez fagnar marki Liverpool á móti United sem hann lagði upp fyrir Dirk Kuyt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Luis Suarez, framherji Liverpool, hefur ekki miklar áhyggjur af nárameiðslunum sem hann varð fyrir í 2-0 sigri Liverpool á Sunderland um síðustu helgi. Suarez gat af þeim sökum ekki spilað með landsliði Úrúgvæ.

„Ég er í Liverpool í stífri endurhæfingu til þess að vera tilbúinn fyrir næsta leik," sagði Suarez á twitter-síðu sinni. „Ég var heppinn því meiðslin voru ekki það slæm og ég ætti því að verða fljótlega heill á ný. Ég er samt leiður yfir því að missa af leiknum með Úrúgvæ," sagði Suarez.

Luis Suarez er búinn að spila fimm leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í þeim. Liverpool er búið að vinna þrjá af þessum leikjum og ná í tíu af fimmtán stigum í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×