Enski boltinn

Pearce ætlar að nota Wilshere og Carroll á EM undir 21 árs í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere.
Jack Wilshere. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur í hyggju samkvæmt heimildum The Guardian að velja bæði Jack Wilshere og Andy Carroll í enska 21 árs landsliðið fyrir EM í Danmörku í sumar.

Félög leikmannanna, Arsenal og Liverpool, eru ekki hrifin af þessum hugmyndum enda eru báðir leikmenn orðnir fastamenn í A-landsliði Englendinga. Þessi keppni myndi líka auka álagið á þeim til mikilla muna og stytta auk þess sumarfríið þeirra verulega.

Jack Wilshere hefur spilað mikið með Arsenal á tímabilinu og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann þurfti nauðsynlega á hvíld að halda. Carroll er nýstiginn upp úr nárameiðslum og þarf einnig á hvíld að halda að mati Liverpool-manna.

Wenger var ekki sáttur þegar Pearce valdi Theo Walcott í samskonar mót sumarið 2009 en Pearce segir að hann ætli sér að velja bestu leikmennina sem eru í boði.

England er með Spáni, Úkraínu og Tékklandi í riðli en í hinum riðlinum eru íslenska 21 árs landsliðið ásamt Dönum, Svisslendingum og Hvít-Rússum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×