Erlent

Bætur greiddar eftir bræðsluslys í Fukushima

Í kjölfar jarðskjálftans bræddu þrír kjarnaofnar Fukushima orkuversins úr sér.
Í kjölfar jarðskjálftans bræddu þrír kjarnaofnar Fukushima orkuversins úr sér. mynd/AFP
Fyrrum íbúar hamfarasvæðanna í Japan flykkjast nú á skrifstofur Tepco, fyrirtækisins sem annaðist viðhald og rekstur kjarnorkuversins í Fukushima. Krafan er einföld, þau vilja fá bætur fyrir hörmungarnar sem fylgdu í kjölfarið á bræðsluslysinu í kjarnorkuverinu.

Íbúar Fukushima skipta þúsundum og nær allir hafa glatað heimili sínu og viðurværi.

Tepco er skyldugt að greiða miskabætur til íbúanna. Talið er að kostnaðurinn sé í kringum 50 milljarðara dollara. Eðlilega mun þetta hafa afdrifarík áhrif á rekstur fyrirtækisins og telja sérfræðingar að Tepco muni ekki vera starfhæft eftir að öllum umsóknum hefur verið sinnt.

Stjórnendur Tepco hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir vinnubrögð sín í þessu máli. Umsóknarferlið er sagt vera afar flókið og fá íbúar Fukushima 156 blaðsíðan leiðbeiningar með beiðninni. Umsóknin sjálf er 60 blaðsíður. Margir hverjir telja sig ekki geta fyllt út umsóknina á aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×