Kínverji hefur keypt eina stærstu jörð Íslands 25. ágúst 2011 11:41 Dettifoss Mynd úr safni Kínverskur auðmaður keypti í gær eina landmestu jörð á Íslandi, Grímsstaði á Fjöllum, með það í huga að byggja þar upp lúxushótel. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki íslenskra og kínverskra stjórnvalda. Grímsstaðir eru við hringveginn skammt frá brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, og liggur nærri nokkrum af helstu náttúruperlum Íslands, eins og Dettifossi, Ásbyrgi, Mývatni, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Það er einmitt þessi staðsetning Grímsstaða sem veldur því að Kínverjinn Huang Nubo hefur nú keypt jörðina, að sögn til að byggja upp umhverfistengda ferðaþjónustu. Eins og Stöð 2 skýrði frá í fyrradag, kom hann þangað með sendinefnd til fundar við landeigendur og fulltrúa sveitarstjórna en gengið var frá jarðakaupunum í Reykjavík í gær, með fyrirvara um samþykki íslenskra og kínverskra stjórnvalda. Íslensk stjórnvöld bregðast jákvætt við málinu, miðað við tilkynningu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í gærkvöldi, en hann fundaði með Kínverjanum í gær. Kvaðst utanríkisráðherra fagna erlendri fjárfestingu og uppbyggingu í ferðaþjónustu, sér í lagi á landsbyggðinni. Kínverjinn hyggst byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum og annað hótel í Reykjavík og tengja rekstur þeirra. Hann kveðst reiðubúinn að afsala sér vatnsréttindum í Jökulsá á Fjöllum og að vinna verkefnið að öllu leyti í náinni samvinnu við íslensk stjórnvöld og heimamenn, að því er fram kemur í tilkynningu utanríkisráðherra í gærkvöldi. Tengdar fréttir Össur fundaði með Kínverja um risahótel á Grímsstöðum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti fund með Huang Nubo, stjórnarformanni kínverska fjárfestingarfyrirtækisins Zhongkun Group, í dag. 24. ágúst 2011 21:45 Kínverji vill reisa risahótel á Grímsstöðum á Fjöllum Kínverskur auðjöfur hefur kynnt sveitarstjórnarmönnum á Norðausturlandi áform um milljarða fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu, sem fela meðal annars í sér byggingu stór hótels á Grímsstöðum á Fjöllum. 23. ágúst 2011 20:30 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Kínverskur auðmaður keypti í gær eina landmestu jörð á Íslandi, Grímsstaði á Fjöllum, með það í huga að byggja þar upp lúxushótel. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki íslenskra og kínverskra stjórnvalda. Grímsstaðir eru við hringveginn skammt frá brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, og liggur nærri nokkrum af helstu náttúruperlum Íslands, eins og Dettifossi, Ásbyrgi, Mývatni, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Það er einmitt þessi staðsetning Grímsstaða sem veldur því að Kínverjinn Huang Nubo hefur nú keypt jörðina, að sögn til að byggja upp umhverfistengda ferðaþjónustu. Eins og Stöð 2 skýrði frá í fyrradag, kom hann þangað með sendinefnd til fundar við landeigendur og fulltrúa sveitarstjórna en gengið var frá jarðakaupunum í Reykjavík í gær, með fyrirvara um samþykki íslenskra og kínverskra stjórnvalda. Íslensk stjórnvöld bregðast jákvætt við málinu, miðað við tilkynningu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í gærkvöldi, en hann fundaði með Kínverjanum í gær. Kvaðst utanríkisráðherra fagna erlendri fjárfestingu og uppbyggingu í ferðaþjónustu, sér í lagi á landsbyggðinni. Kínverjinn hyggst byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum og annað hótel í Reykjavík og tengja rekstur þeirra. Hann kveðst reiðubúinn að afsala sér vatnsréttindum í Jökulsá á Fjöllum og að vinna verkefnið að öllu leyti í náinni samvinnu við íslensk stjórnvöld og heimamenn, að því er fram kemur í tilkynningu utanríkisráðherra í gærkvöldi.
Tengdar fréttir Össur fundaði með Kínverja um risahótel á Grímsstöðum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti fund með Huang Nubo, stjórnarformanni kínverska fjárfestingarfyrirtækisins Zhongkun Group, í dag. 24. ágúst 2011 21:45 Kínverji vill reisa risahótel á Grímsstöðum á Fjöllum Kínverskur auðjöfur hefur kynnt sveitarstjórnarmönnum á Norðausturlandi áform um milljarða fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu, sem fela meðal annars í sér byggingu stór hótels á Grímsstöðum á Fjöllum. 23. ágúst 2011 20:30 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Össur fundaði með Kínverja um risahótel á Grímsstöðum Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti fund með Huang Nubo, stjórnarformanni kínverska fjárfestingarfyrirtækisins Zhongkun Group, í dag. 24. ágúst 2011 21:45
Kínverji vill reisa risahótel á Grímsstöðum á Fjöllum Kínverskur auðjöfur hefur kynnt sveitarstjórnarmönnum á Norðausturlandi áform um milljarða fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu, sem fela meðal annars í sér byggingu stór hótels á Grímsstöðum á Fjöllum. 23. ágúst 2011 20:30